
Lyfja
Lyfja er eitt elsta einkarekna apótek landsins en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun Lyfju Lágmúla 1996. Í dag rekur Lyfja rúmlega 40 apótek og útibú um allt land.
Hjá Lyfju starfa í kringum 350 starfsmenn sem eiga það sameiginlegt að vera umhugað um þína vellíðan. Við erum með ólíkan bakrunn og menntun s.s. lyfjafræðingar, lyfjatæknar, förðunarfræðingar, snyrtifræðingar, hjúkrunarfræðingar og viðskiptafræðingar. Meðalaldur starfsfólk er 40 ár og meðalstarfsaldur er rúm 5 ár.
Fagmennska skiptir okkur öllu máli og því er öflugt fræðslustarf fyrir starfsmenn til að auka þekkingu og færni. Það skiptir okkur máli að starfsmenn Lyfju fái að þróast og vaxa hjá okkur.
Haustið 2015 fékk Lyfja jafnlaunavottun VR og í febrúar 2018 fékk Lyfja síðan jafnlaunavottun Velfarnaðarráðuneytisins og var á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að öðlast þá vottun.

Lyfja Lágmúla - Sala og þjónusta á vaktarúllu
Viltu taka vaktina í Lyfju Lágmúla.
Um er að ræða fullt starf við sölu og afgreiðslu, en unnið er á dagvöktum, kvöldvöktum og um helgar samkvæmt vaktaplani. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund, vera jákvæður og kurteis.
Helstu verkefni:
-
Almenn afgreiðslustörf
-
Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
-
Afgreiðsla á kassa
-
Áfyllingar í verslun
-
Afhending lyfja gegn lyfseðli
-
Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
Hæfniskröfur:
-
Rík þjónustulund
-
Áhugi á mannlegum samskiptum
-
Jákvæðni og gott viðmót
-
Geta til að starfa undir álagi
-
Reynsla af verslunarstörfum er kostur
-
Reynsla af störfum í apóteki er kostur
Um framtíðarstarf er að ræða og unnið er á vaktarúllu.
Nánari upplýsingar veitir Elínborg Kristjánsdóttir, lyfsali í Lyfju Lágmúla, S: 533-2300 eða elinborg@lyfja.is
Allar umsóknir og fyrirspurnir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Lágmúli 5, 108 Reykjavík
Tungumálakunnátta

Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Mötuneyti Setbergsskóli
Skólamatur
Sölufulltrúi í fagverslun
BYKO Leiga og fagverslun
Hlutastarf - Apótekarinn Keflavík
Apótekarinn
Merkjavörusení
ATTIKK
70-100% Afgreiðslustarf í verslun
Litir og Föndur
Mötuneyti - Hamrar leikskóli
Skólamatur
Sundlaugavörður
Íþróttamiðstöðvar Mosfellsbæjar
Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli
Airport Associates
Standsetning og þrif / PDI and detailing
Porsche á Íslandi
Þjónusta - Apótek Hafnarfjarðar
Apótek Hafnarfjarðar
Aðstoðarverslunarstjóri - Apótekarinn Austurveri
Apótekarinn
Apótekarinn - Flakkari
Apótekarinn