Lyfja
Lyfja
Lyfja

Lyfja Höfuðborgarsvæðið - Afgreiðsluflakkari

Við leitum að hressum, skemmtilegum og sjálfstæðum starfsmanni til að sinna afleysingum í lyfjaverslunum okkar á Höfuðborgarsvæðinu.

Um er að ræða hefðbundið starf við sölu og afgreiðslu nema hvað viðkomandi starfsmaður flakkar á milli verslana höfuðborgarsvæðisins. Starfið felst í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra.

Helstu verkefni:

  • Almenn afgreiðslustörf
  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
  • Afgreiðsla á kassa
  • Afhending lyfja gegn lyfseðli
  • Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
  • Aðstoð við vörumóttöku og áfyllingar í verslun

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Áhugi á mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og gott viðmót
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Reynsla af verslunarstörfum er kostur
  • Reynsla af störfum í apóteki er kostur

Vinnutími er 8-16 / 10-18 virka daga eða eftir samkomulagi en að mestu á dagvinnutíma.

Einnig hægt að taka kvöld og helgarvaktir.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu og vera að minnsta kosti 20 ára.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Erlendsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, sigrunerlends@lyfja.is | 530 3800.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Auglýsing birt9. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Lágmúli 5, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar