

Lyf og heilsa - Fjármálastjóri
Lyf og heilsa leitar að drífandi fjármálastjóra í stjórnendahóp félagsins.
Fjármálastjóri ber ábyrgð á öllum fjármálum fyrirtækisins og starfið krefst því fjölbreyttrar og víðtækrar þekkingar, allt frá daglegu bókhaldi til stefnumótandi áætlana og aðgerða. Viðkomandi þarf að hafa sterka greiningarfærni og getu til að leiða aðgerðir og ferla sem styðja við vöxt og rekstraröryggi.
Framundan er spennandi vegferð hjá félaginu þar sem sem stefnt er á frekari stefnumótun og sókn. Fjármálastjóri mun starfa náið með forstjóra og stjórn félagsins.
Ábyrgðarsvið
- Framþróun og sjálfvirknivæðing fjármála- og rekstrarkerfa
- Áætlanagerð, greiningar og uppbygging mælaborða
- Yfirumsjón með bókhaldi, uppgjörum og skattamálum
- Þátttaka í stefnumótun og stefnumiðuðum verkefnum framkvæmdastjórnar
Hæfnikröfur
- Fjölbreytt viðeigandi reynsla og menntun sem hæfir starfinu
- Stefnumiðuð nálgun við fjármál og rekstur
- Færni til að leiða umbótaverkefni, sjálfvirknivæðingu og nýtingu tæknilausna
- Reynsla af breytingastjórnun og leiðtogafærni til að stuðla að rekstrarhugsun
Lyf og heilsa rekur 27 lyfjaverslanir og lyfjaútibú. Auk lyfjaverslana rekur félagið tvær gleraugnaverslanir undir merkinu Augastaður, SA Lyfjaskömmtun og Gamla apótekið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Pétur Sæmundsson, Brú Talent, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 5. október nk. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
