Lýsingarhönnuður

Lota Guðríðarstígur 2-4, 113 Reykjavík


Vegna mikilla og spennandi verkefna framundan í lýsingarhönnun leitum við að aðila sem hefur brennandi áhuga á því sviði.

Núverandi verkefni okkar eru meðal annars hönnun nýs Landspítala, bæði meðferðakjarna og rannsóknarhúss, götu og svæðislýsing ásamt safnalýsingu.

Reynsla og menntun eru kostir en alls ekki kröfur, aðaláherslu leggjum við á áhuga og möguleika sem framtíðar starfsmaður hefur fram að færa.

Hæfniskröfur:

 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
 • Hæfni í teymisvinnu
 • Almennur áhugi og löngun til að skilja og vinna með lýsingu
 • Sérstakur áhugi á áhrifum ljóss á manneskjur og á rýmisupplifun
 • Stafræn teiknikunnátta

Kostur að umsækjandi hafi:

 • Menntun og/eða reynslu í lýsingarhönnun
 • Hönnunarmenntun frá viðurkenndum skóla
 • Hæfni í uppsetningu á hönnunartillögum
 • Hæfni til að greina rými og notkun svæða
 • Færni í lýsingar reikniforriti

Umsóknarfrestur:

Er til 24. febrúar 2019 og senda skal umsóknir ásamt ferilskrá á erlen@lota.is.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

24.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Guðríðarstígur 2-4, 113 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi