Fulltrúi fjárhagsdeildar

LOGOS slf. Efstaleiti 5, 103 Reykjavík


LOGOS lögmannsstofa leitar að öflugum starfsmanni í stöðu fulltrúa fjárhagsdeildar.

Um er að ræða fullt starf við stærstu og framsæknustu lögmannsstofu landsins þar sem stór og samhentur hópur lögfræðinga og annarra starfar. 

Helstu verkefni:

 • Færsla bókhalds
 • Afstemmingar og frágangur á bókhaldi til endurskoðanda
 • Skil á virðisaukaskatti
 • Greiningar á fjárhagsupplýsingum og þátttaka í áætlanagerð
 • Innra eftirlit
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Menntun eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
 • Góð bókhalds- og Excel kunnátta skilyrði
 • Þekking á Dynamics NAV bókhaldskerfinu skilyrði
 • Reynsla af verkbókhaldi æskileg
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Frumkvæði, samskiptafærni, þjónustulund og öguð vinnubrögð

Staðan heyrir undir forstöðumann fjárhagsdeildar, Sigrúnu Jónsdóttur, sem veitir nánari upplýsingar, sigrunj@logos.is.

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Efstaleiti 5, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi