

Starfsmaður í flutningum og birgðastjórnun (Logistics and Supply Chain Associate)
Kerecis óskar eftir að ráða skipulagðan og metnaðarfullan einstakling í starf starfsmanns í flutningum og birgðastjórnun. Um er að ræða fullt starf á starfstöð fyrirtækisins á Ísafirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
• Eftirlit með birgðastöðu aðfanga
• Umsjón með birgðatalningum aðfanga og framleiddra vara
• Móttaka og skoðun á aðföngum
• Viðhald og skráning birgðastöðu í birgða- og ERP-kerfi fyrirtækisins
• Flutningur birgða milli starfsstöðva Kerecis á Ísafirði
• Bókun og skráning reikninga og annarra fylgigagna vegna sölupantana
• Skipulagning og bókun flutninga á vörum og birgðum
• Önnur verkefni og ábyrgð eftir þörfum
• Stúdentspróf
• Góð enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
• Góð tölvu- og tæknikunnátta
• Nákvæmni og góð skipulagshæfni
• Jákvæðni, drifkraftur og gott vinnusiðferði
• Góð samskiptahæfni og hæfni til að vinna í teymi
Enska










