Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Hjá sýslumönnum nálgast þú ýmsa þjónustu ríkisins, ýmist rafrænt eða með komu á eina af mörgum skrifstofum sýslumanna víða um land. Nýr kafli er hafinn í sögu sýslumannsembætta sem rekja má til tækniframfara í samfélaginu og eru embættin á fleygiferð í stafrænni vegferð og þróun þjónustu til viðskiptavina. Hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu starfa um 100 manns og íbúar umdæmisins eru um 242.000. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast umsóknir um vegabréf og ökuskírteini, sinnir fjölskyldumálum, veitir leyfi til ættleiðinga, hefur eftirlit með skráningu heimagistinga, sinnir ýmsum opinberum skráningum svo sem þinglýsingum, auk fleiri verkefna.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Löglærður fulltrúi

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar að öflugum lögfræðingi í starf löglærðs fulltrúa á þinglýsinga- og leyfasvið embættisins.

Starfið felur m.a. í sér úrvinnslu vegna þinglýsinga, ákvörðun stimpilgjalds og framkvæmd lögbókandagerða. Í starfinu felst einnig þátttaka í almennri afgreiðsluvakt þinglýsinga og lögbókandagerða. Í starfinu getur eftir atvikum falist verkefni er varða leyfisútgáfu og eftirlit með skráningar- og rekstrarleyfisskyldum gististöðum á landsvísu og ákvörðun um stjórnvaldssekt.

Helstu verkefni og ábyrgð
Úrvinnsla og afgreiðsla erinda
Lögbókandagerðir
Meðferð kærumála
Ákvörðun og skipulag málsmeðferða og fylgja málum eftir
Ákvörðun stimpilgjalds
Þátttaka í þróun á þjónustu, framkvæmd og túlkun þeirra lagaákvæða og reglna sem unnið er eftir á þinglýsinga- og leyfasviði
Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
Embættispróf eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögfræði
Starfsreynsla sem nýtist í starfi
Þekking á ákvæðum þeirra laga sem varða þinglýsingar og leyfisveitingar og helstu álitaefnum sem reynir á við túlkun þeirra er æskileg
Geta til að vinna sjálfstætt að greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna
Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni og þjónustulund.
Góð tölvukunnátta
Gott vald á íslensku og ensku í mæltu og rituðu máli
Auglýsing stofnuð13. september 2023
Umsóknarfrestur27. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.