Attentus
Attentus

Lögfræðingur í mannauðsteymi

Við leitum að öflugum lögfræðingi til að ganga til liðs við lögfræði- og mannauðsteymi Attentus. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem krefjast áhuga og þekkingar á vinnu- og stjórnsýslurétti, stjórnun og mannauðsmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ráðgjöf varðandi lagalega þætti mannauðsstjórnunar, svo sem gerð ráðningasamninga, áminningar, uppsagnir og frágang starfsloka 

 • Úttektir og greiningar, t.d. vegna erfiðra samskipta á vinnustað, eineltis, áreitni, ofbeldis á vinnustöðum og stjórnsýsluúttekta 

 • Gerð álita og minnisblaða á sviði vinnuréttar 

 • Ráðgjöf og verkefnastjórnun í ráðningaferlum, hæfnigreiningu og rökstuðningi ráðninga 

 • Vöruþróun og sala á þjónustu Attentus 

Menntunar- og hæfniskröfur
 • Fullnaðarnám í lögfræði 

 • Áhugi og þekking á stjórnsýslurétti og vinnurétti 

 • Brennandi áhugi á mannauðsmálum og atvinnulífi 

 • Góð tölvufærni 

 • Hæfni til að koma fram og miðla þekkingu 

 • Mjög góð samvinnufærni og lausnamiðuð hugsun 

 • Mjög góð samskiptahæfni 

 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

 • Rík þjónustulund og vönduð framkoma 

 • Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rit- og talmáli, auk hæfni í textagerð 

 • Reynsla af mannauðsmálum er mikill kostur 

Auglýsing stofnuð14. júní 2024
Umsóknarfrestur27. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar