Arion banki
Arion banki
Arion banki

Lögfræðingur í lögfræðiráðgjöf

Lögfræðiráðgjöf Arion banka leitar að skipulögðum og drífandi lögfræðingi sem hefur greinargóða þekkingu á stjórnaháttum eftirlitsskyldra aðila, tryggingastarfsemi og samningargerð. Í starfinu felst m.a. ritun fundargerða og utanumhald funda stjórnar og undirnefnda dótturfélags bankans, Varðar og almenn lögfræðiráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ritari stjórna og undernefnda, utanumhald funda og undirbúningur aðalfunda og hluthafafunda félaganna
  • Halda utan um stjórnarhætti Varðar
  • Lögfræðiráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna Varðar og samningagerð fyrir félagið
  • Aðstoð við samskipti við eftirlitsaðila og stjórnvöld fyrir hönd Varðar
  • Ábyrgð á innleiðingu á nýjum lögum, reglum og tilmælum í starfsemi félagsins.
  • Seta í ýmsum nefndum sem tengjast starfsemi Varðar
  • Önnur tilfallandi lögfræðitengd verkefni fyrir viðskiptaeiningar Arion banka
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaranám á sviði lögfræði eða sambærileg menntun.
  • Þekking á stjórnaháttum eftirlitsskyldra aðila
  • Þekking eða reynsla af tryggingastarfsemi kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæð vinnubrögð, greiningarfærni, frumkvæði í starfi og gagnrýnin hugsun
  • Framúrskarandi íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar