Persónuvernd
Persónuvernd
Persónuvernd

Lögfræðingur hjá Persónuvernd

Laust er til umsóknar starf lögfræðings hjá Persónuvernd.

Persónuvernd er eftirlitsstofnun á sviði mannréttinda. Meginhlutverk hennar er að hafa eftirlit með því að öryggi persónuupplýsinga okkar allra sé tryggt og að einkalífsupplýsingar séu meðhöndlaðar af virðingu. Verkefni Persónuverndar eru fjölbreytt og áhugaverð og snerta flesta geira samfélagsins.

Lögfræðingar hjá Persónuvernd þurfa að fylgjast vel með þróun tækninnar og þeim áskorunum sem hún getur haft í för með sér fyrir réttindi einstaklinga. Starfið býður upp á tækifæri til að skapa sér þekkingu og færni á sviði sem sífellt verður mikilvægara í okkar samfélagi.

Hjá Persónuvernd starfa 17 starfsmenn. Persónuvernd er fjölskylduvænn vinnustaður.

Helstu verkefni og ábyrgð

Öll afgreiðsla og meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum, ákvörðunum, umsögnum og álitum

Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB)

Svörun erinda, gerð fræðsluefnis og önnur almenn upplýsingagjöf til almennings

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í lögfræði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Færni til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt
  • Öguð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Góð samskiptahæfni, ábyrgð og lausnamiðað hugarfar
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og jákvæðni
Auglýsing stofnuð11. júní 2024
Umsóknarfrestur12. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Rauðarárstígur 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LögmaðurPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar