Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg

Lögfræðingur á skrifstofu skóla- og frístundasviðs

Lögfræðiþjónusta skrifstofu skóla- og frístundasviðs auglýsir starf lögfræðings laust til umsóknar.

Leitað er að metnaðarfullum og vandvirkum lögfræðingi.

Lögfræðiþjónusta skóla- og frístundasviðs hefur umsjón og yfirsýn yfir lagaleg stjórnsýslumálefni sviðsins. Lögfræðiþjónustan er starfsmönnum á skrifstofu skóla- og frístundasviðs og stjórnendum starfsstöðva sviðsins til löfræðilegrar ráðgjafar um málefni á ábyrgðarsviði þeirra. Næsti yfirmaður lögfræðings er yfirlögfræðingur skóla- og frístundasviðs.

Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamistöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi dagforeldra, skjólahljómsveita og tónlistarskóla. Skóla- og frístundarsvið þjónustar yfir 22 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Hefur umsjón með og ber ábyrgð á verkefnum tengdum daggæslu barna í heimahúsum.

• Lögfræðileg ráðgjöf, upplýsingagjöf og þjónusta við starfsmenn á skrifstofu skóla- og frístundasviðs og stjórnendur starfsstaða skóla- og frístundasviðs varðandi lagaumhverfi starfseminnar.

• Fræðsla fyrir stjórnendur og starfsmenn um lög og reglugerðir er varða starfsemi sviðsins.

• Aðkoma að gerð samninga og reglna í tengslum við starfsemi sviðsins.

· Samskipti við og fyrirsvar gagnvart ráðuneytum, öðrum sveitarfélögum og stofnunum.

· Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

 

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf auk afrits af prófskírteinum frá háskóla. 

Umsókn skal fylgja kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og skýra grein fyrir hæfni viðkomandi í starfið í samræmi við þær menntunar- og hæfniskröfur sem tilgreindar eru í auglýsingu. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir,

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september 2024.

Um fullt starf er að ræða. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Stéttarfélag lögfræðinga.

 

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sigtryggsdóttir, yfirlögfræðingur, netfang: gudrun.sigtryggsdottir@reykjavik.is

Menntunar- og hæfniskröfur

• Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði að lokinni BA gráðu í lögfræði.

• Þekking eða reynsla af löggjöf er varðar starfsemi skóla- og frístundasviðs.

• Þekking á sviði stjórnsýsluréttar og starfsreynsla innan stjórnsýslunnar er æskileg

• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

• Skipulagshæfni, frumkvæði og færni til að starfa sjálfstætt.

• Leiðtogahæfni, lipurð og færni í samskiptum.

Fríðindi í starfi

Styttingu vinnuvikunnar

Heilsustyrkur

menningarkort og sundkort

Samgöngusamning

Auglýsing birt5. júní 2024
Umsóknarfrestur19. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar