Viðskiptaráð
Viðskiptaráð
Viðskiptaráð

Lögfræðingur á málefnasviði

Viðskiptaráð leitar að metnaðarfullum lögfræðingi til starfa á málefnasviði. Starfið felur í sér fjölbreytt og krefjandi verkefni sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs, með áherslu á skrif og greiningar auk stefnumótunar og miðlunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skrif greina, úttekta, álita og skýrslna auk umsagna til Alþingis og ráðuneyta
  • Virk þátttaka í greiningum og annarri vinnu með málefnateymi
  • Gerð kynninga, miðlun og framkoma í fjölmiðlum og/eða á viðburðum
  • Þátttaka í stefnumótun ráðsins og öðru innra starfi
  • Önnur tilfallandi skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarapróf í lögfræði
  • Áhugi á efnahags- og þjóðmálum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og aðlögunarfærni
  • Sterk greiningarhæfni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Framúrskarandi færni í íslensku og góð færni í ensku, bæði í ræðu og riti
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og sterkur samstarfsvilji
Um Viðskiptaráð

Viðskiptaráð Íslands var stofnað árið 1917 sem frjáls félagasamtök þeirra sem vilja efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara. Við bjóðum upp á lifandi starfsumhverfi þar sem skapandi hugsun, sjálfstæði og samvinna skipta lykilmáli. Frekari upplýsingar má finna á vi.is.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, á netfanginu bjorn@vi.is eða í síma 510-7100.

Auglýsing birt17. desember 2024
Umsóknarfrestur6. janúar 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar