
Lögfræðingur
Hefur þú brennandi áhuga á lögfræði í skapandi og framsæknu umhverfi?
Þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið óskar eftir að ráða metnaðarfullan lögfræðing til starfa í deild stjórnsýslu- og miðlunar með haldbæra þekkingu á stjórnsýslu og stjórnsýslurétti. Starfið felur m.a í sér veitingu lögfræðilegrar ráðgjafar og þátttöku í verkefnum fyrir sviðið, yfirferð útboðsgagna og samninga, samningastjórnun, sem og að tryggja persónuvernd, upplýsingaöryggi og rétta meðferð persónuupplýsinga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sem lögfræðingur í deild stjórnsýslu og miðlunar munt þú ...
- Stuðla að því að verkefni sviðsins séu unnin í samræmi við gildandi stjórnsýslureglur, persónuverndarreglur og vandaða stjórnsýsluhætti
- Veita ráðgjöf um stjórnsýslulega framkvæmd, málsmeðferð og ákvörðunartöku
- Fylgja eftir lögum um persónuvernd
- Fylgja eftir stjórnsýslurétti og vönduðum og góðum stjórnsýsluháttum
- Veita ráðgjöf um val á breytingu á kerfum, ferlum og veflausnum
- Veita ráðgjöf við gerð vinnslusamninga, vinnsluskráa, mats á áhrifum á persónuvernd og almenna meðferð persónuupplýsinga
- Veita ráðgjöf vegna innkaupa- og útboðsmála
- Vinna og rýna útboðs- og verðfyrirspurnargögn, matslíkön og önnur gögn sem tengjast innkaupum sviðsins
- Veita ráðgjöf og vinna að samningum vegna verktöku, vörukaupa og þjónustukaupa.
- Stuðla að þróun, umbótum og samræmingu innkaupaferla og aðra ferla sviðsins
- Taka þátt í að svara stjórnsýsluerindum
- Veita ráðgjöf vegna stafrænna verkefna
- Gera umsagnir um stefnur, lagafrumvörp og önnur sambærileg mál í samráðsgátt stjórnvalda
- Veita aðra lögfræðilega ráðgjöf og vinna að öðrum verkefnum sviðsins
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem krafist er:
- Meistaragráða í lögfræði eða embættispróf í lögfræði
Hæfni og reynsla sem krafist er:
- Þekking og reynsla á sviði stjórnsýsluréttar æskileg
- Þekking og reynsla á sviði persónuverndar æskileg
- Innsýn inn í stafrænar breytingar og þær lagalegu áskoranir sem fylgja þeim
- Þekking og reynsla á sviði opinberra innkaupa æskileg
- Mikill skilningur á upplýsingatækni og hagnýtingu hennar
- Rík þjónustulund og lausnamiðuð hugsun
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt viðhorf og góð geta til að vinna vel með öðrum í teymisumhverfi
- Áhugi á nýsköpun og stafrænum lausnum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Rík aðlögunarhæfni, skapandi og lausnamiðuð hugsun
- Góð tök á ritvinnslu og framsetningu efnis á tölvutæku formi
- Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Jákvætt viðhorf til jafnréttis og fjölbreytileika
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á
- Fyrsta flokks vinnustað
- Niðurgreitt mötuneyti sem býður upp á fjölbreyttan og hollan mat
- Verkefni sem stuðla að því að einfalda og bæta líf starfsfólks og borgarbúa
- Krefjandi og skemmtileg verkefni
- Öfluga nýliðamóttöku
- Sálrænt öryggi og skapandi menningu
- Góða liðsheild og góð samskipti
- Samkennd og virðing
- Þekkingarumhverfi
- Fjölbreytta þjálfun og möguleika á þróun í starfi
- Áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika
- Heilsueflandi vinnustað
- Gott vinnuumhverfi
- 30 daga í sumarleyfi
- 36 stunda vinnuviku
- Fyrsta flokks vinnuaðstöðu
- Heilsu- og samgöngustyrk
- Sundkort
- Menningakort
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur3. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (8)

Ert þú lögfræðingurinn sem við leitum að?
Seðlabanki Íslands

Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Financial Mechanism Office (FMO)

Lögfræðingur
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Lögfræðingar til starfa í viðurlagadeild á eftirlits- og rannsóknasviði
Skatturinn

Lögfræðingur á sviði virðisaukaskatts
Deloitte Legal

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa

Junior Professionals Programme 2026/27
EFTA Surveillance Authority

Lögfræðingur - Viðskiptaþróun & Sala – Jónsbók
Jónsbók