
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
LV er leiðandi lífeyrissjóður sem byggir upp trausta fjárhagslega framtíð sjóðfélaga. Fjármunir sjóðfélaga eru ávaxtaðir með gagnsæjum og ábyrgum hætti með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Hjá sjóðnum starfar 56 manna samhent liðsheild þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu til að sinna krefjandi verkefnum. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, þverfaglegt samstarf, góð samskipti, frumkvæði og hæfni til að laga sig að síbreytilegu umhverfi.
LV býður upp á góða starfsaðstöðu og starfsumhverfi þar sem áhersla er meðal annars lögð á jafnrétti og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. LV hefur hlotið jafnlaunavottun.

Lögfræðingur
Lífeyrissjóður verzlunarmanna leitar að lögfræðingi. Við leitum að traustum samstarfsaðila til starfa á lögfræðisviði sjóðsins við úrlausn fjölbreyttra verkefna m.a. tengdum samningum, innri reglum, stjórnarháttum og lögfræðilegri ráðgjöf. Hlutverkið styður við góðan rekstur, vandaða málsmeðferð og trausta starfsemi sjóðsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Lögfræðileg ráðgjöf til innri viðskiptavina sjóðsins
- Greiningar- og undirbúningsvinna tengd viðfangsefnum lögfræðisviðs
- Þjónusta við samningsgerð sjóðsins
- Gerð minnisblaða, álitsgerða og fundargerða
- Þátttaka í mótun og viðhaldi innri reglna og verkferla
- Ýmis tengd þjónusta við önnur svið sjóðsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf/ embættispróf í lögfræði
- Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla
- Haldgóð reynsla sem styður við helstu verkefni
- Bein reynsla af störfum hjá lífeyrissjóðum eða fjármálafyrirtækjum er ekki skilyrði. Hins vegar er haldbær þekking og reynsla af viðfangsefnum sem varða starfsemi sjóðsins mikilvæg, til að mynda almannatryggingar, lífeyrislöggjöf, félagaréttur, verðbréfaréttur, samninga- og kröfuréttur, neytendaréttur eða stjórnsýsluréttur.
Við leitum sérstaklega að einstaklingi sem
- Skrifar skýran hnitmiðaðan og vel rökstuddan texta
- Vinnur af nákvæmni og fylgir verklagi og gæðakröfum
- Er traustur og lipur starfsfélagi
- Sýnir heilindi, trúnað og fagmennsku
- Er tilbúinn í að sinna fjölbreyttum verkefnum sem geta tekið breytingum í takt við þarfir sjóðsins hverju sinni
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 7, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Ert þú lögfræðingurinn sem við leitum að?
Seðlabanki Íslands

Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Financial Mechanism Office (FMO)

Lögfræðingur
Reykjavíkurborg

Lögfræðingar til starfa í viðurlagadeild á eftirlits- og rannsóknasviði
Skatturinn

Lögfræðingur á sviði virðisaukaskatts
Deloitte Legal

Framkvæmdastjóri siglingasviðs Samgöngustofu
Samgöngustofa

Junior Professionals Programme 2026/27
EFTA Surveillance Authority

Lögfræðingur - Viðskiptaþróun & Sala – Jónsbók
Jónsbók