Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Lögfræðingar/sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu

Dómsmálaráðuneytið leitar að metnaðarfullum og drífandi lögfræðingum eða sérfræðingum til að starfa með öflugum hópi starfsmanna á skrifstofu réttinda einstaklinga. Undir skrifstofuna heyra ýmsir málaflokkar sem varða réttindi einstaklinga, svo sem málefni sýslumanna, fjölskyldumál, lögræðismál, þinglýsingar, málefni útlendinga, persónuvernd, persónuskilríki, happdrætti, mannanöfn og trú- og lífsskoðunarfélög. Um er að ræða tvær lausar stöður.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leitað er að einstaklingum til að sinna verkefnum tengdum vinnu við málefni útlendinga. Í starfinu felst vinna við stefnumótun í málefnum útlendinga og greiningarvinna, þ. á m. að fylgjast með breytingum og þróun í málefnum alþjóðlegrar verndar, dvalarleyfa og ríkisborgararéttar. Í starfinu felst einnig vinna við gerð frumvarpa, reglugerða og reglna, upplýsingagjöf til ráðherra, verkefnastjórnun og samskipti og samstarf við stofnanir og aðra aðila sem koma að málaflokknum innlenda sem erlenda. Þá geta  einnig falist í starfinu ýmis önnur tilfallandi verkefni á málefnasviði skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi eða önnur menntun sem nýtist í starfi

·         Að minnsta kosti þriggja ára starfsreynsla

·         Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur

·         Þekking og reynsla af málefnasviði ráðuneytisins, sérstaklega af málefnum útlendinga er kostur

·         Þekking eða reynsla af stefnumótun og verkefnastjórnun er kostur

·         Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti

·         Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

·         Góð kunnátta á einu Norðurlandamáli er kostur

·         Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni

·         Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum

Auglýsing stofnuð9. febrúar 2024
Umsóknarfrestur23. febrúar 2024
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfsgreinar
Starfsmerkingar