Leikskólakennari óskast í Læk

Lækur Lækjasmári 114, 201 Kópavogur


Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. 

Í Læk er lagt upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnum.Leikskólinn leggur áherslu á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti. 

Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfræði, virðing og hlýja.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Óskað er að viðkomandi hefji störf í ágúst
  • Um 100% starf er að ræða

Starfskröfur

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara sem finna má finna á http://ki.is. Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi. 

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, BHM eða Félagi leikskólakennara.

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar um starfið gefur Kristín Laufey Guðjónsdóttir leikskólastjóri í síma 441-5900 eða 840-2685. 

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Auglýsing stofnuð:

11.06.2019

Staðsetning:

Lækjasmári 114, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi