
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Ljósmóðir - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir ljósmóður til starfa. Um er að ræða 80-100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september nk. eða eftir nánari samkomulagi.
Um er að ræða spennandi vettvang fyrir ljósmóður sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Ljósmóðir starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Heilsugæslan Efstaleiti leggur áherslu á þverfaglega teymisvinnu og að góður starfsandi sé á stöðinni. Starfsaðstaða og starfsumhverfi eru til fyrirmyndar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfssviðið er aðallega mæðravernd, leghálsskimanir og önnur hjúkrunarstörf s.s. ung- og smábarnavernd.
Mæðravernd er í höndum ljósmæðra og heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er m.a. að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita stuðning og ráðgjöf, greina áhættuþætti og veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfsleyfi sem ljósmóðir
Reynsla sem ljósmóðir á heilsugæslustöð er kostur
Reynsla af leghálsskimunum kostur
Reynsla við að nota rafræna mæðraskrá
Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Reynsla og áhugi á teymisvinnu
Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð17. maí 2023
Umsóknarfrestur5. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Efstaleiti 3, 103 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi austur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 16. júní Hlutastarf (+1)

Hjúkrunarfræðingur - HH Grafavogi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 12. júní Hlutastarf (+1)

Hjúkrunarfræðingur - Heilsubrú HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 12. júní Hlutastarf (+1)

Hjúkrunarfræðingur óskast í öflugan samstarfshóp
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Seltjarnarnes 12. júní Fullt starf

Sérfræðingur í heimilislækningum -Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur barna og unglinga
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Seltjarnarnes 12. júní Fullt starf

Starfsnám til sérfræðiviðurkenningar-hjúkrunarfr. /ljósmæður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 6. júní Hlutastarf (+1)

Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 9. júní Fullt starf
Sambærileg störf (6)

Ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild
Landspítali Reykjavík 16. júní Hlutastarf

Yfirljósmóðir/deildarstjóri meðgönguverndar, fósturgreininga...
Landspítali
Ljósmóðir - Bráðaþjónusta kvennadeilda
Landspítali Reykjavík 13. júní Hlutastarf

Ljósmóðir - Meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta...
Landspítali
Starfsnám til sérfræðiviðurkenningar-hjúkrunarfr. /ljósmæður
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Viltu vera á skrá? Ljósmóðir með starfsleyfi
Landspítali Reykjavík 31. ágúst Hlutastarf
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.