Lindaskóli
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. Bekk og er staðsettur við Núpalind 7.
Gildi Lindaskóla eru vinátta, virðing, viska og eiga þau að vera rauði þráðurinn í öllu starfi skólans. Í Lindaskóla er nemandinn í forgrunni í öllu skólastarfi. Leitast er við að skapa nemendum námsumhverfi þar sem hlúð er að hverjum einstaklingi og mismunandi þörfum þeirra. Í skólastarfinu er lögð áhersla á að allir nemendur fái nám við sitt hæfi. Lindaskóli leggur árherslu á að ná þessu markmiði með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum
Stefna Lindaskóla er velgengi í skólastarfi, fagleg færni og metnaður. Starfsfólk Lindaskóla leggur mikla áherslu á að nemendum líði vel í skólanum og að nemendur leggi sig fram við námið og þau markmið og gildi sem skólinn setur sér.
Lindaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa
Lindaskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur við Núpalind. Skólinn var stofnaður árið 1997 og er með um 465 nemendur. Lögð er áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu og jákvæðan skólabrag. Skólinn leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í innleiðingu Barnasáttmálans. Í Lindaskóla er lögð áhersla á notkun spjaldtölva í skólastarfi. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna hefur verið milli skólans og heimila í nærumhverfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
- Frumkvæði og sköpunargleði
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Auglýsing birt30. september 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Árbæ
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarholti
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Stuðningur við börn með þroskafrávik
Arnarskóli
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Stuðningsfulltrúi í fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð
Stuðningsfulltrúi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð
Starf stuðningsfulltrúa
Egilsstaðaskóli