Líffræðingur - sameindalíffræðingur á meinafræðideild
Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum líffræðingi sem vill ganga til liðs við okkur og taka þátt í uppbyggingu þjónusturannsókna ásamt að taka þátt í vísindarannsóknum. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs. Ráðningatími frá 1. desember 2024 eða eftir samkomulagi.
Á rannsóknastofu í sameindameinafræði eru unnar þjónusturannsóknir á æxlisvef sem miða að því að finna stökkbreytingar í krabbameinsgenum og setja þær í klínískt samhengi. Eru miklar og örar framfarir innan sviðsins og bætist stöðugt í þekkingu á frumuferlum og nýjum krabbameinsgenum og áhrifum þeirra hvað varðar greiningar og meðferð. Sterk hefð er fyrir ástundun vísindarannsókna á deildinni enda mikilvægt í því síbreytilega umhverfi sem sameindameinafræðin er. Í leit okkar að nýjum liðsmanni leggjum við því áherslu á bakgrunn í líffræði og áhuga á krabbameinsfræðum og vísindastarfi.