Marel
Marel
Marel

Liðsfélagi í suðu og samsetningu hátæknibúnaðar

JBT Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við rafsuðu og samsetningu á fjölbreyttum tækjabúnaði.

Unnið er í sjálfstæðum teymum sem samanstanda af 10-20 einstaklingum á öllum aldri og kynjum og bera þau sameiginlega ábyrgð á að ljúka framleiðslu hverrar vöru. Allir nýir starfsmenn fá þjálfun.

Framleiðsla JBT Marel í Garðabæ sérhæfir sig í stuðningi við vöruþróun og framleiðslu á sérhönnuðum verkefnum fyrir okkar viðskiptavini.

Helstu verkefni

  • Smíði úr ryðfríu stáli
  • Samsetningu tækja og búnaðar
  • Möguleiki á ferðalögum tengt uppsetningu á búnaði

Hæfniskröfur

  • Áhugi á rafsuðu (TIG)
  • Sveinspróf eða haldbær reynsla í málmiðngreinum (nemar koma til greina)
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun í iðnaði
  • Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
  • Samviskusemi, metnaður og góð öryggisvitund
  • Jákvæðni, lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
  • Áhugi á umbótastarfi (stöðugum umbótum)
  • Áhugi á að vaxa og læra

Fríðindi í starfi

  • Fyrsta flokks vinnuumhverfi með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum
  • Fjölskylduvænn vinnutími
  • Tækifæri á starfsþróun
  • Frábært mötuneyti með morgunmat og heitum mat í hádeginu
  • Íþróttaaðstaða, íþróttastyrkur og hjólageymsla
  • Samgöngustyrkur
  • Sálfræðistyrkur
  • Fæðingarorlofsstyrkur
  • Árlegt heilsufarsmat
  • Virkt starfsmannafélag

Hver erum við?

JBT Marel er alþjóðlegt fyrirtæki, með starfsemi í öllum álfum og er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu hátæknilausna fyrir matvælaiðnað.

Á Íslandi er ein stærsta starfsstöð JBT Marel og hér starfar stór og fjölbreyttur hópur fólks með eitt sameiginlegt markmið - að umbreyta framtíð matvælavinnslu.

Við leggjum mikla áherslu á nýsköpun, samvinnu, framúrskarandi árangur og þjónustulund í samskiptum við hvort annað.

Hefur þú áhuga?

Langar þig að verða hluti af teyminu okkar? Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um stöðuna!

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember og sótt er um starfið í gegnum heimasíðu JBT Marel, www.marel.com.

Auglýsing birt2. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurhraun 9, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar