

Liðsfélagi í hóp rafvirkja
Marel leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við samsetningu búnaðar í framleiðslu sem vill taka þátt í að umbreyta því hvernig matvæli eru unnin.
Lögð er áhersla á teymisvinnu og þátttöku í umbótastarfi. Unnið er í fjölbreyttu teymi sem samanstendur af 10-20 einstaklingum á öllum aldri og kynjum. Allir nýir starfsmenn fá þjálfun. Við bjóðum upp á fyrsta flokks vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni.
Starfið felur í sér:
-
Samsetningu fjölbreyttra tækja og búnaðar
-
Víringar á rafmagnstöflum og tengingar á búnaði
-
Spennusetning og úttekt á öryggisbúnaði
-
Stillingar og prófanir ásamt frágangi fyrir flutning
Hæfniskröfur:
-
Sveinspróf í rafvirkjun (nemar koma til greina)
-
Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli er skilyrði
-
Tölvuþekking og áhugi á tækniþróun
-
Góð færni í samskiptum og áhugi á teymisvinnu
-
Góð öryggisvitund, samviskusemi og metnaður
-
Jákvæðni, almenn lífsgleði og lausnamiðuð hugsun
-
Áhugi á umbótastarfi
Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar 2024. Sótt er um starfið á heimasíðu Marel.












