
BANANAR
Bananar ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og þjónar stórum og kröfuhörðum hópi viðskiptavina, meðal annars verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum, mötuneytum o.fl.
Bananar leggja sérstaka áherslu á að uppfylla þarfir og kröfur viðskiptavina sinna um gæði, verð, fjölbreytt vöruúrval og framúrskarandi þjónustu.
Með þetta leiðarljós í forgrunni beina Bananar viðskiptum sínum til framleiðenda í löndum nær og fjær, þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er fremst á hverjum tíma.
Ávextir og grænmeti verða sífellt mikilvægari þáttur í daglegri neyslu Íslendinga og er það sýn Banana að vera „Hjartað í lýðheilsu Íslendinga“ og með því að leggja sitt að liði til þess að auka heilbrigði og hamingju íslensku þjóðarinnar.
Gildi Banana eru: Heiðarleiki, Hamingja, Hugrekki og Heilbrigði.

Liðsauki í gæðateymi Banana
Bananar óska eftir að ráða öflugan starfsmann í gæðaeftirlit í vöruhúsi.
Um er að ræða starf sem felur í sér eftirlit með vöru í kæligeymslum og vörumóttöku ásamt fleiri gæða- og umbótaverkefnum.
Unnið er frá 8 til 16:30 alla virka daga og eitt kvöld á sunnudögum á fjögurra vikna fresti.
Starfið fellur beint undir gæðastjóra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með gæðum ávaxta og grænmetis í vöruhúsi
- Gæðaeftirlit í vörumóttöku
- Yfirferð á vöru til viðskiptavina
- Samskipti við starfsmenn í vöruhúsi
- Þátttaka í umbótaverkefnum
- Önnur tilfallandi verkefni á gæðasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða umfangsmikil reynsla í gæðaeftirliti matvæla
- Frumkvæði, drifkraftur, og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Faglegur metnaður og agi í vinnubrögðum
- Umbótamiðuð hugsun
- Góðir skipulagshæfileikar
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Góð íslensku og ensku kunnátta
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur20. janúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Korngarðar 1, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLeiðtogahæfniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (9)

Matráður óskast tímabundið í Leikskólann Eyrarskjól
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Við leitum að gæðastjóra í verksmiðju TDK Foil Iceland ehf á Akureyri
TDK Foil Iceland ehf

Senior Geneticist
Benchmark Genetics Iceland hf.

Gæða- og mannauðsstjóri
Fóðurblandan hf.

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

S. Iceland ehf. óskar eftir gæðastjóra.
S. Iceland ehf.

Vöruþróun og framleiðsla
ICEWEAR

Aðstoð í eldhúsi/Chefs assistance.
Spíran

Demo Assistant
Costco Wholesale