Snæland Grímsson ehf.
Snæland Grímsson ehf.
Snæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað af Snæland Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1945. Fyrirtækið hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.
Snæland Grímsson ehf.

Liðsauki í flotastjórn

Leitum að öflugum liðsauka í flotastyringu. Unnið er á vöktum auk bakvakta með neyðarsíma um kvöld og á vaktarhelgum. Í boði er framtíðarstarf og/eða sumarstarf. Starfsstöðin er á Hádegismóum 6 í Reykjavík.

Leitað er eftir skipulögðum og jákvæðum einstakling sem hefur ríka þjónustulund og á auðvelt með að starfa bæði sjálfstætt og í teymi.

Umsóknarfrestur er til 11. jún Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með alla fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Helstu verkefni og ábyrgð
Raða bílstjórum og viðeigandi bílum á verkefni
Samskipti og upplýsingagjöf til bílstjóra
Eftirlit með tímaskráningu, veikindum og aksturstíma bílstjóra
Þjálfun og móttaka nýrra bílstjóra
Samskipti við samstarfsfólk á verkstæði og skrifstofu, eftir því sem við á
Símsvörun í vaktsíma og bakvaktir með neyðarsíma (um kvöld og helgar)
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð landfræðileg þekking á Íslandi og vegakerfi landsins
Reynsla af verkefnastjórnun og/eða skipulagningu og mönnun verkefna
Reynsla og þekking á akstri hópferðabíla (kostur)
Meirapróf (kostur)
Almenn tölvukunnátta
Færni í mannlegum samskiptum
Geta til að vinna undir álagi
Lausnamiðuð hugsun og jákvætt hugarfar
Góð ensku- og íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð24. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Hádegismóar 6, 110 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.