Austurkór
Austurkór
Austurkór

Leitum af öflugum deildarstjóra

Í Austurkór er lagt upp með lýðræðislega nágun í starfi með börnum. Stefna leikskólans er í anda Reggio Emilia og eru börnin þar aðalpersónurnar, börn eru álitin hæf og eru náttúrlegir rannsakendur sem eru full af forvitni og hugmyndum. Námsumhverfið er hannað til að vera fallegt , áhugavert og endurspegla áhuga og þarfir barnanna. Rýmin eru skipulögð til að stuðla að samskiptum, könnun og samvinnu. Verkefni eru skipulögð með áhuga barnanna að leiðarljósi , ögrunum frá kennurum eða viðburðum í samfélaginu. Þessi verkefni geta vera langtíma verkefni eða skammtíma verkefni. Kennarar fylgjast með, skrá og túlka námsferli barnanna með ýmsum hætti eins og ljósmyndum, myndböndum og skriflegum athugasemdum. Áhersla er lögð á mikilvægi tengsla og samvinnu meðal barna, kennara og foreldra. Nám er talið vera félagleg uppbygging þar sem samræða og skoanaskipti eru grundvallaratriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Deildarstjóri ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni. Hann annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli leikskólastjóra og deildarinnar. Deildarstjóri hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar. Hann ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og starfáætlun leikskólans. Hann skipurleggur og vinnur að einstaklingsmiðuðu uppeldi og menntun barnanna í samstarfi við samstarfsfólk. Deildarstjóri ber ábyrg á og tekur þátt í skipulagi og verkefnum deildarinnar/skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leyfisbréf kennara, leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Reynslu af vinnu með börnum og reynsla af stjórnun er kostur. Hafa frumkæði í starfi og góða samskiptahæfni. Framúrskarandi íslenskukunnátta er skilyrði.

Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins. Vinnutíma stytting að hluta til í daglegu starfi og svo sem er notuð að hluta til í vetrarfrí, páskafrí og jólafrí.

Auglýsing stofnuð31. maí 2024
Umsóknarfrestur24. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Austurkór 1, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar