
Læknastöðin Orkuhúsinu
Hjá Læknastöðinni í Orkuhúsinu starfa tæplega 60 manns og er sérhæfing okkar bæklunarlækningar. Árlega leita til okkar rúmlega 20.000 einstaklingar og eru framkvæmdar um 5.000 aðgerðir á ári. Við leggjum metnað okkar í að veita sem besta þjónustu við sjúklinga og bjóðum upp á líflegt og gefandi starfsumhverfi.

Leitum að heilbrigðisgagnafræðing til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu leitar nú að öflugum heilbrigðisgagnafræðing. Starfið er fjölbreytt og í stöðugri þróun hjá vaxandi fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu ábyrgðarverkefni eru:
- Umsjón og skráning gagna í sjúkraskrá
- Veita leiðsögn og þjónustu við lækna og annað starfsfólk
- Þátttaka í gæðamálum og þverfaglegum verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Próf í heilbrigðisgagnafræði
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Mikil tölvufærni
- Þekking á Sögu sjúkraskrárkerfi
- Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar