Sérkennari, Þroskaþjálfi, Atferlisþjálfi

Leikskólinn Sunnuás Dyngjuvegur 18, 104 Reykjavík


Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi, atferlisþjálfi eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi óskast til starfa við atferlisþjálfun og stuðning í leikskólanum Sunnuás, Dyngjuvegi 18, 104 Reykjavík. Unnið er í teymi með foreldrum, sérkennslustjóra leikskólans og ráðgjöfum frá Þjónustumiðstöð og Greiningarstöð.

Sunnuás er sjö deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og samskipti. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að byggja upp gott leikskólasamfélag. Tvær smábarnadeildir eru starfandi við skólann en Sunnuás tekur þátt í verkefninu Brúum bilið.

Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Helstu verkefni og ábyrgð 
Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að veita barni atferlisþjálfun.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur 
Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af sérkennslu æskileg
Reynsla af atferlisþjálfun æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur:

26.06.2019

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Dyngjuvegur 18, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi