Leikskólakennari leiðbeinandi

Leikskólinn Sunnuás Dyngjuvegur 18, 104 Reykjavík


Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með sambærilega menntun og/eða reynslu af starfi með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Sunnuás, Dyngjuvegi 18, 104 Reykjavík. Sunnuás er sjö deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og samskipti. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að byggja upp gott leikskólasamfélag. Tvær smábarnadeildir eru starfandi við skólann en Sunnuás tekur þátt í verkefninu Brúum bilið.

Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur 
Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur:

25.06.2019

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Dyngjuvegur 18, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi