
Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg er til húsa að Suðurhólum 19 í Reykjavík. Leikskólinn starfar í tveimur byggingum og rúmar önnur þeirra eina deild en hin 6 deildir auk sameiginlegra rýma. Leikskólinn tók formlega til starfa janúar 1979 og var þá þriggja deilda dagheimili með rými fyrir 72 börn. Leikskólinn hefur stækkað ört og er nú 6 deilda með rými fyrir 106 börn á aldrinum eins til sex ára. Boðið er upp á breytilegan dvalartíma þ.e. frá 4 og upp í 9 tíma vistun. Leikskólinn er opinn 7:30 til 16.30. Markmið leikskólans er að efla sjálfstæði hvers barns og skila því öruggu út í framtíðina. Þetta gerum við með því að vinna markvisst eftir tveimur kenningum sem eru í senn ólíkar en jafn mikilvægar í leik og starfi með börnum.

Leikskólinn Suðurborg - Sérkennslustjóri
Laus er til umsóknar staða sérkennslustjóra í leikskólanum Suðurborg. Um er að ræða ótímabundið starf en í leikskólanum eru tvær stöður sérkennslustjóra en sú staða sem hér er auglýst heldur utan um íhlutun einhverfra barna.
Suðurborg er sérhæfður leikskóli í atferlisíhlutun einhverfra barna og starfar þar teymi þroskaþjálfa og leikskólasérkennara sem að sérkennslustjórinn hefur yfirumsjón yfir.
Suðurborg er 6 deilda leikskóli þar sem að 106 börn dvelja að jafnaði. Í leikskólanum er lögð áhersla á stuðning við jákvæða hegðun, sterka félagsfærni og að efla mál og læsi.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.
- Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga og aðalnámskrá leikskóla.
- Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna.
- Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem þess þurfa.
- Veita foreldrum/forráðamönnum barna, stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
- Vera faglegur tengiliður við aðila utan leikskólans sem tengjast sérkennslu.
- Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólasérkennara menntun, þroskaþjálfa menntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sérkennslu æskileg.
- Þekking á atferlisíhlutun kostur.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi, jákvæðni og metnaður í starfi.
- Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum.
- Færni til að tjá sig í ræðu o ng riti.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Sundkort
- Menningarkort – bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt20. mars 2025
Umsóknarfrestur3. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Laus staða deildarstjóra í Urðarhóli
Urðarhóll

Fagstjóri í hreyfingu
Leikskólinn Sumarhús

Leikskólakennarar
Leikskólinn Sumarhús

Leikskólakennari óskast í Krakkaborg
Leikskólinn Krakkaborg

Deildarstjóri óskast
Efstihjalli

Leikskólakennari óskast í Efstahjalla
Efstihjalli

Kennarar á unglingastigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Kennari óskast í leikskólann Akrasel
Leikskólinn Akrasel

Leikskólakennari óskast fyrir skólaárið 2025-2026
Heilsuleikskólinn Skógarás

Stöður leikskólakennara á Litlu Ásum haustið 2025
Hjallastefnan

Tónlistarkennarar óskast
Fjarðabyggð