Leikskólakennari/Leikskólasérkennari

Leikskólinn Sólborg Vesturhlíð 1, 105 Reykjavík


Við í Sólborg viljum bæta í okkar frábæra starfsmannahóp.

Sólborg er 5 deilda leikskóli við Vesturhlíð 1, 105 Reykjavík.

Sérstaða leikskólans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna og unnið er eftir hugmyndafræði náms án aðgreiningar. Lögð er áhersla á að viðurkenna og virða margbreytileikann í barnahópnum. Sólborg hefur sérhæft sig í kennslu og námsumhverfi heyrnarskertra barna og sinnir ráðgjöf til annarra leikskóla á landinu á því sviði.

Í Sólborg starfa um 35 manns með fjölbreytta menntun og/eða reynslu.

Leikskólinn tekur þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar (37 stunda vinnuvika).

Starfsmenn Reykjavíkur fá ókeypis aðgang í allar sundlaugar borgarinnar, menningarkort og samgöngustyrk.

Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.
Starfshlutfall              100%
Umsóknarfrestur       23.08.2019
Ráðningarform          Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar    7698
Nafn sviðs                 Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Jóna Thorarensen í síma 618-8937 og tölvupósti gudrun.jona.thorarensen@rvkskolar.is

Sólborg
Leikskólinn Sólborg
v/ Vesturhlíð 
105 Reykjavík

 

Umsóknarfrestur:

30.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Vesturhlíð 1, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi