Sérkennslustjóri leikskólinn Rofaborg

Leikskólinn Rofaborg Skólabær 6, 110 ReykjavíkLaust er til umsóknar starf sérkennslustjóra í leikskólanum Rofaborg.

Rofaborg er fimm deilda leikskóli í Árbæjarhverfi þar sem dvelja 104 börn á 5 aldurskiptum deildum. Skólinn var byggður 1985 og árið 2008 var tekin í notkun 320 fm. viðbygging sem í eru tvær eldri barna deildar ásamt sameiginlegum rýmum. Einkunnarorð leikskólans eru leikur - gleði - vinátta. Starfið er laust 15. ágúst 2019 eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Nánari upplýsingar um starfið veita Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri – thorunn.gyda.bjornsdottir@rvkskolar.is og Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri – gudlaug.kristinsdottir@rvkskolar.is


Helstu verkefni og ábyrgð

 Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu.
Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn, þjálfun og stuðning.
Önnur þau verkefni sem leikskólastjóri felur.


Hæfniskröfur

 Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
Reynsla af sérkennslu.
Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
Góð íslenskukunnátta.


Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.


Starfshlutfall 100%


Umsóknarfrestur 10.08.2019


Ráðningarform Ótímabundin ráðning


Númer auglýsingar 7569


Nafn sviðs, Skóla- og frístundasvið


Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórunn Gyða Björnsdóttir


Tölvupóstur thorunn.gyda.bjornsdottir@rvkskolar.is


Sími 567-2290

 Leikskólinn Rofaborg

 Skólabæ 2

 110 Reykjavík

Auglýsing stofnuð:

14.08.2019

Staðsetning:

Skólabær 6, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi