Komdu í Nóaborg - þar er gott að vera

Leikskólinn Nóaborg Stangarholt 11, 105 Reykjavík


Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Nóaborg, Stangarholti 11.

Leikskólinn er fjögurra deilda og leiðarljós hans eru "Leikum - Lærum - Njótum". Í Nóaborg leggjum við áherslu á leik með læsi og stærðfræði auk þess sem notkun upplýsingatækni er í örri þróun. Leikskólinn tekur m.a. þátt í stóru Nordplus þróunarverkefni um notkun upplýsingatækni í leikskólastarfi. Í Nóaborg er góður starfsandi og við leitum að starfsfólki sem langar að koma í skemmtilegt, gefandi og fjölbreytt starf. Starfið er laust nú þegar.

Nóaborg tekur þátt í verkefni um styttingu vinnuvikunnar og er vinnuskylda 39 stundir á viku sem er útfærð þannig að fjórðu hverja viku er vinnuskyldan 36 stundir. 
Starfsfólk sem kemur til vinnu á annan máta en í einkabíl getur fengið 6.000 kr. í samgöngustyrk á mánuði. Starfsfólk fær sundkort sem veitir frían aðgang að sundlaugum borgarinnar
Starfsfólk leikskóla Reykjavíkurborgar fær fríar máltíðir í leikskólanum. Auk þess fær starfsfólk sem er í stéttarfélögunum Eflingu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greitt neysluhlé fyrir að borða hádegisverð með börnunum. Neysluhléið nemur 10 yfirvinnustundum á mánuði fyrir þá sem borða alla daga með börnunum en annars í hlutfalli af því.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.


Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.


Hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
Færni í samskiptum.
Frumkvæði í starfi.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags
Starfshlutfall
100%
Umsóknarfrestur
1.11.2018
Ráðningarform
Timabundin ráðning
Númer auglýsingar
6000
Nafn sviðs
Skóla- og frístundasvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Margrét Ólafsdóttir í síma 6939830 og tölvupósti anna.margret.olafsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

01.11.2018

Auglýsing stofnuð:

18.10.2018

Staðsetning:

Stangarholt 11, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi