Akureyri
Akureyri
Akureyri

Leikskólinn Lundarsel-Pálmholt: Starfsfólk í leikskóla

Leikskólinn Lundarsel-Pálmholt á Akureyri óskar eftir að ráða starfsfólk í 40%-100% stöður. Bæði er um ótímabundin og tímabundin störf að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.

Vinnutími í 100% starfi er frá kl. 8-16. Unnið er eftir fyrirkomulagi um Betri vinnutíma og er vinnufyrirkomulagið fyrir 100% starf 36 klukkustundir á viku.

Í Lundarseli-Pálmholti er leitast við að búa börnunum lærdómsríkt umhverfi sem hvetur til sköpunar, umræðna og rannsókna. Við vinnum út frá áhuga barnanna og undrun þeirra á tilverunni. Við lítum á leikinn sem hornstein leikskólastarfsins og leggjum því mikla áherslu á að leikgleði barnanna fái notið sín í daglegu lífi leikskólans. Til að skapa gott andrúmsloft, tryggja öryggi og velferð allra í leikskólanum er unnið með SMT skólafærni. Einkunnaorð skólans eru: Glaðir spekingar sem leika og læra saman.

Viltu vera með okkur í liði og leggja þitt af mörkum?

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að uppeldi og menntun barnanna. Fylgjast vel með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Starfa samkvæmt námskrá Lundarsels og sinna þeim verkefnum sem deildarstjóri eða leikskólastjóri felur viðkomandi.
  • Taka þátt í öllu starfi á deildinni og í leikskólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri, vera á 19. aldursári.
  •  Reynsla af vinnu í leikskóla eða í starfi með börnum er kostur. 
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum, sveigjanlegum og jákvæðum einstaklingi.
  • Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Gott vald á íslensku máli.
  •  Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð17. nóvember 2023
Umsóknarfrestur27. nóvember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hlíðarlundur 4, 600 Akureyri
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar