Kópasteinn
Kópasteinn
Kópasteinn

Leikskólinn Kópasteinn óskar eftir aðstoðarleikskólastjóra

Leikskólinn Kópasteinn er 5 deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börnum á aldrinum 1 - 5 ára. Áherslur í starfinu eru á leikinn í allri sinni fjölbreytni, lífsleikinn, málrækt og tónlist. Í Kópasteini er góður starfsandi og gott hlutfall fagmenntaðs starfsfólks. Einkunnarorð skólans er gaman saman sem endurspeglar starfið okkar.

Hlutverk aðstoðarstjóra er að vinna ásamst leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og vera staðgengill leikskólastjóra. Hann er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í stjórnun og umsjón starfsmannamála ásamt virku samstarfi við foreldra. Við leitum af ábyrgum, jákvæðum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur gaman af áskorunum.

Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðunni okkar: Kópasteinn

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri skólans.
  • Er staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans.
  • Faglegur leiðtogi og mentor fyiri aðra starfsmenn.
  • Tekur þátt í skipulagsvinnu og mótun skólastarfsins.
  • Tekur þátt í foreldrasamstarfi, upplýsingagjöf og kynningu á skólanum.
  • Tekur þátt í ráðningu á starfsfólki.
  • Tekur þátt í launavinnslu, skýrslu- og áætlanagerð.
  • Tekur þátt í innkaupum og rekstri skólans.
  • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum ser varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla.
  • Framhaldsnám í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg. 
  • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi.
  • Frumkvæði, lausnarmiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt4. febrúar 2025
Umsóknarfrestur18. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar