Hlaðhamrar leitar að deildarstjóra

Leikskólinn Hlaðhamrar Hlaðhamrar 1, 270 Mosfellsbær


Leikskólinn Hlaðhamrar leitar að deildarstjóra


Hlaðhamrar óskar eftir að ráða deildastjóra til starfa í 100% starfshlutfalla frá og með 15.ágúst 2019.

Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli á aldrinum 2ja til 5 ára, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda "Reggio" stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Markmiðið er að leikskólabörnin öðlist sterka sjálfsvitund, hæfni í samskiptum, skapandi færni og frjóa hugsun. Lykilorð í allri samvinnu og samstarfi Hlaðhamra er virðing. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:


• Leyfisbréf leikskólakennara
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð íslensku kunnátta

Ef ekki tekst að ráða leikskólakennara til starfa kemur til greina að ráða annað fólk með menntun og reynslu.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí 2019.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörg Davíðsdóttir, skólastjóri, í síma 566-6351/8613529.

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur:

26.07.2019

Auglýsing stofnuð:

08.07.2019

Staðsetning:

Hlaðhamrar 1, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi