
Leikskólinn Gullborg
Markmið okkar er að vera réttindaskóli í samstarfi við UNICEF ! Viltu vera með?
Við á leikskólanum Gullborg leitum af öflugum, metnaðarfullum og skapandi starfsfólki. Leikskólinn er fimm deilda og er í góðu samstarfi við tvo aðra leikskóla í vesturbænum. Við leggjum sérstaka áherslu á félagsfærni og sjálfseflingu sem eru tveir af lykilþáttum menntastefnu Reykjavíkurborgar. Við erum þátttakendur í mjög spennandi verkefni með Háskóli Íslands og Skóla- og frístundasviði sem felst í því að auka þátttöku barna í daglegu starfi í gegnum leikinn. Innlögn að verkefninu er í formi verkfærakistu sem starfsmenn móta saman. Einnig stefnum við á að verða UNICEF réttindaskóli með áherslu á lýðræði og réttindi barna. Þetta innleiðingarferli er samstarfsverkefni á milli okkar og fimm annarra leikskóla, menntavísindasviðs, Skóla og frístundarsviðs og UNICEF.
Framundan er spennandi tími uppfullur af ævintýrum og það væri frábært að fá þig í hópinn!
Með kveðju Rannveig J Bjarnadóttir leikskólastjóri í Gullborg
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.











