Grandaborg er að leita af þér

Leikskólinn Grandaborg Boðagrandi 9, 107 Reykjavík


Leikskólinn Grandaborg
Þroskaþjálfi, sérkennari eða starfsmaður með sambærilega menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum, óskast til starfa í leikskólann Grandaborg .

Aðalmarkmið leikskólastarfs Grandaborgar er að efla sjálfsmynd barna og styrkja þau í að takast á við verkefni í daglegu lífi í leikskólanum og utan hans. Unnið er að gerð nýrrar skólanámskrár með áherslu á heilsueflingu og útinám. Leikskólinn er kominn í samstarf við Heilsuleikskóla og er í dag svokallaður leikskóli á Heilsubraut. Leikskólinn hefur hlotið styrk til að vinna að bættum samskiptum heimilis og skóla í fjölmenningarlegu umhverfi.

Staðan er laus strax eða eftir samkomulagi og er um ótímabundna ráðningu að ræða.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð 
• Sértækur stuðningur við barn með þroskafrávik.
• Almennt leikskólastarf undir handleiðslu deildarstjóra.

Hæfniskröfur 
• Þroskaþjálfi, leikskólakennari, leikskólasérkennari.
• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
• Viðkomandi þarf að vera ábyrgur, þolinmóður og jákvæður.
• Sveigjanleiki í samskiptum og samvinnu
• Frumkvæði í starfi.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Góð tölvukunnátta
• Góð íslenskukunnátta.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Jónsdóttir í síma 5621855/ 8494780 og tölvupósti helena.jonsdottir2@rvkskolar.is eða Ragnheiður Júlíusdóttir í síma 5621855 og tölvupósti ragnheidur.juliusdottir@rvkskolar.is

Umsóknarfrestur:

21.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Boðagrandi 9, 107 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi