

Leikskólinn Aðalþing - (sér)kennsla
Leikskólinn Aðalþing starfar í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar. Mikið er lagt upp úr virðingu fyrir einstaklingnum, lýðræðislegum kennsluaðferðum og sköpun. Skólinn hefur vakið mikla athygli fyrir nýbreytni og þróunarstarf. Aðalþing hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2021, og Orðsporið 2022 og var fyrsti og eini leikskólinn sem hlotið hafði þau verðlaun. Verkefni okkar í svokallaðri sérkennslu eru að aukast og við viljum því stækka teymið okkar, sem sinnir þessum hlutverkum.
Upplýsingar um leikskólann má finna á www.adalthing.is
Starfssvið
Sinna kennslu barna með skilgreindar þarfir, undir stjórn sérkennslustjóra.
Vinnur í nánu samstarfi við deildarstjóra og aðra fagmenn í skólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur kennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun, eða önnur menntun á uppeldis- félags- eða heilbrigðissviði.
Reynsla af starfi með börnum.
Færni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi.
Jákvæðni, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Íslenskukunnátta er mikilvæg.
Viðvera
Samkvæmt kjarasamningi er starfsmaður með kennsluréttindi með tvo undirbúningstíma á dag og sex tíma viðveru með börnum. Undirbúningstímar eru teknir utan- eða inna skóla samkvæmt samkomulagi. Vinnutímastytting er að hluta til tekin milli jóla og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum þegar leikskólinn er lokaður.
Nánari upplýsingar veitir Hörður skólastjóri í síma 5150930 eða á netfanginu [email protected] og Herdís sérkennslustjóri á [email protected]
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
- Sinna kennslu barna með skilgreindar þarfir, undir stjórn sérkennslustjóra.
- Vinnur í nánu samstarfi við deildarstjóra og aðra fagmenn í skólanum
- Leikskólakennaramenntun, Þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun, eða önnur menntun á uppeldis- félags- eða heilbrigðissviði.
- Reynsla af starfi með börnum. Færni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi. Jákvæðni, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Íslenskukunnátta er mikilvæg.
- Viðvera fyrir fullt starf er sex tímar á dag. Sjá einnig vinnutímastyttingu. Framúrskarandi frítt fæði.












