
Mosfellsbær
Mosfellsbær er sjöunda stærsta bæjarfélag á Íslandi með rúmlega 14.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Hjá Mosfellsbæ starfa um 1200 starfsmenn.
Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara saman. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag sem miðar að því að þróa samfélagslegan ramma utan um markvissa og heildræna heilsueflingu, en verkefninu er ætlað að ná til allra aldurshópa í samfélaginu, bæði íbúa og starfsmanna.

Leikskólastjóri óskast í nýjan leikskóla í Helgafellslandi
Mosfellsbær leitar að öflugum leiðtoga í stöðu leikskólastjóra nýs leikskóla í Helgafellslandi. Ráðið verður í stöðuna frá vori en byggingu skólans lýkur í sumar og hefst skólastarf þar haustið 2025.
Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Í leikskólanum er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun starfsemin taka mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
- Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
- Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
- Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
- Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf er skilyrði
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og/eða menntunarfræða er æskileg
- Kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg
- Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Vefarastræti 2
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
7 klst

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg
7 klst

Aðstoðarforstöðumanneskja í frístundaheimili
Frístundamiðstöðin Miðberg
9 klst

Óskum eftir kennara í Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg
1 d

Kennari í velferðasmiðju - Engidalsskóli 50% starf
Hafnarfjarðarbær
1 d

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
1 d

Umsjónarkennari á yngsta stig - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
1 d

Kennarar í Veröld - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær
1 d

Umsjónarkennari í yngri deild - Hraunvallaskóli
Hafnarfjarðarbær
4 d

Frístund - sumarskóli og hlutastörf
Seltjarnarnesbær
5 d

Leikskólakennari - Hamrar
Leikskólinn Hamrar
5 d

Leikskólakennari á leikskólann Araklett á Patreksfirði
Vesturbyggð
6 d

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Má bjóða þér smákökur?
Við notum kökur til að greina umferð um vef okkar og bæta upplifun notenda.