Mosfellsbær
Mosfellsbær
Mosfellsbær

Leikskólastjóri óskast í nýjan leikskóla í Helgafellslandi

Mosfellsbær leitar að öflugum leiðtoga í stöðu leikskólastjóra nýs leikskóla í Helgafellslandi. Ráðið verður í stöðuna frá vori en byggingu skólans lýkur í sumar og hefst skólastarf þar haustið 2025.

Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.

Í leikskólanum er gert ráð fyrir 150 börnum á aldrinum 1-5 ára og mun starfsemin taka mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
  • Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
  • Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
  • Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf er skilyrði
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar og/eða menntunarfræða er æskileg
  • Kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg  
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
  • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku  
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vefara­stræti 2
Þverholt 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar