Urðarhóll
Heilsuleikskólinn Urðarhóll er sex deilda leikskóli og er staðsettur við Kópavogsbraut 19 og starfræktur í þremur húsum. Í heildina dvelja um 130 börn í skólanum.
Hugmyndafræðin sem unnið er eftir í Heilsuleikskólanum Urðarhóli er samkvæmt Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur, lögum um leikskóla, Aðalnámsskrá leikskóla, Námskrá Kópavogs, Umhverfisstefnu leikskóla Kópavogs, Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðin og heiltæka skólastefna. Skólanámsskrá Heilsuleikskólans Urðarhóls byggir á því að hafa heilsu og vellíðan barnanna í fyrirrúmi. Markmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun.
Leikskólastjóri óskast í Heilsuleikskólann Urðarhól
Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Leikskólastjóri er leiðtogi skólans, veitir faglega forystu og býr yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsfólk og menntasvið Kópavogsbæjar.
Heilsuleikskólinn Urðarhóll er sex deilda leikskóli, staðsettur við Kópavogsbraut 19 og starfræktur í þremur húsum. Í leikskólanum dvelja um 130 börn. Markmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun.
Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á: www.urdarholl.kopavogur.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi leikskólans og að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans
- Faglegur leiðtogi leikskólans sem deilir verkefnum og ábyrgð til starfsfólks í samræmi við skólanámskrá
- Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar
- Ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
- Ábyrgð á foreldrasamstarfi
- Kynna sér nýjungar í starfi, miðla þekkingu til starfsfólks og hvetja til þróunar og nýbreytni í skólastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða
- Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
- Reynsla af rekstri leikskóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
- Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
- Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Auglýsing birt9. ágúst 2024
Umsóknarfrestur2. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kópavogsbraut 19, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Stuðningur
Reykjanesbær
Heilsuleikskólinn Heiðarsel - Leikskólakennarar/starfsfólk
Reykjanesbær
Þroskaþjálfi - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Forfallakennari - Engidalsskóli
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær
Forfallakennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar
Leikskólakennarar Leikskólann Lyngholt
Fjarðabyggð
Drekadalur - Deildarstjórar
Reykjanesbær
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf
Leikskólinn Akrar
Hjalli í Hafnarfirði auglýsir eftir leikskólakennurum
Hjallastefnan leikskólar ehf.