Urðarhóll
Urðarhóll
Urðarhóll

Leikskólastjóri óskast í Heilsuleikskólann Urðarhól

Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Leikskólastjóri er leiðtogi skólans, veitir faglega forystu og býr yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsfólk og menntasvið Kópavogsbæjar.

Heilsuleikskólinn Urðarhóll er sex deilda leikskóli, staðsettur við Kópavogsbraut 19 og starfræktur í þremur húsum. Í leikskólanum dvelja um 130 börn. Markmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun.

Nánari upplýsingar um leikskólann er að finna á: www.urdarholl.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi leikskólans og að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans
  • Faglegur leiðtogi leikskólans sem deilir verkefnum og ábyrgð til starfsfólks í samræmi við skólanámskrá
  • Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar
  • Ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
  • Ábyrgð á foreldrasamstarfi
  • Kynna sér nýjungar í starfi, miðla þekkingu til starfsfólks og hvetja til þróunar og nýbreytni í skólastarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða
  • Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
  • Reynsla af rekstri leikskóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
  • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
  • Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig bæði í ræðu og riti
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt9. ágúst 2024
Umsóknarfrestur2. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kópavogsbraut 19, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar