Bolungarvíkurkaupstaður
Bolungarvíkurkaupstaður
Bolungarvíkurkaupstaður

Leikskólastjóri óskast í Bolungarvík

Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum, er skapandi, lausnamiðaður og metnaðarfullur.

Leikskólinn Glaðheimar er þriggja deilda skóli með um 40 nemendur á aldrinum eins til fimm ára. Skólinn er í nýju og endurbættu húsnæði en byggt var við skólann haustið 2019 og endurbætur gerðar á eldri hluta hans.

Leikskólinn Glaðheimar starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Bolungarvíkur.

Hugmyndafræði leikskólans byggist meðal annars á lífsviðhorfi, gildismati, þekkingu og reynslu starfsmanna, ásamt kenningum sem settar hafa verið fram af fræðimönnum. Leikskólinn leggur áherslu á að barnið sýni virðingu, beri ábyrgð og sé traust. Stefna Glaðheima er að barnið læri í gegnum leikinn og verði virkt og skapandi í námi sínu og starfi. Öflugt samstarf er milli Glaðheima og Grunnskóla Bolungarvíkur.

Leikskólinn hefur aðgang að öflugu neti sérfræðinga sem starfar með skólanum. Ásgarður er skólaskrifstofa skólans þar sem starfsfólk hefur aðgang að sérfræðingum á ýmsum sviðum. Trappa þjónusta sér um talþjálfun í leikskólanum og Litla Kvíðameðferðarstöðin sér um alla sálfræðiþjónustu skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

● Stýrir og ber ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi leikskóla

● Faglegur leiðtogi og mótar framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu Bolungarvíkur, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla

● Veitir skólanum forstöðu á sviði kennslu og þróunar

● Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu sveitarfélagsins

● Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar

● Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun

● Tekur þátt í samstarfi við aðila skólasamfélagsins í Bolungarvík

● Bera ábyrgð á og styðja samstarf í samræmi við farsældarlög.

Menntunar- og hæfniskröfur

● Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu

● Reynsla af stjórnun leikskóla er æskileg

● Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar sem nýtist í starfi er kostur

● Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun er kostur

● Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

● Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar

● Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og faglegur metnaður

● Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli

● Hreint sakavottorð

Auglýsing birt23. apríl 2025
Umsóknarfrestur13. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlíðarstræti 16-18 16R, 415 Bolungarvík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar