Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Leikskólastjóri í Klettaborg

Borgarbyggð leitar að öflugum stjórnanda í stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Klettaborg.

Við leitum að jákvæðum og framúrskarandi stjórnanda sem er tilbúinn til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi.

Klettaborg er þriggja deilda leikskóli með 60 börnum á aldrinum 1 - 6 ára og um 25 starfsmenn. Skólinn vinnur eftir skólastefnu Borgarbyggðar: Skólastefna Borgarbyggð.

Áhersluatriði í leikskólastarfinu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsuefling.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
  • Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
  • Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
  • Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf er skilyrði
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg  
  • Kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
  • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku  
Fríðindi í starfi
  • 50% afsláttur af leikskólagjöldum
  • Heilsustyrkur til starfsmanna
  • Ýmis afsláttarkjör
Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur23. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgarbraut 101, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Leiðtogahæfni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar