Húnaþing vestra
Húnaþing vestra er staðsett miðja vegu milli Akureyrar og Reykjavíkur. Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins með um 600 íbúa en heildarfjöldi íbúa er um 1.220.
Húnaþing vestra er fjölskylduvænt samfélag með hátt þjónustustig, metnaðarfullt leik-, grunn- og tónlistarskólastarf ásamt því að rekin er dreifnámsdeild frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á staðnum.
Gott framboð er af íþrótta- og tómstundastarfi. Sveitarfélagið er útvistarparadís, með góða sundlaug, íþróttahús og fjölbreytt félagsstarf. Blómlegt menningarlíf er til staðar. Hjá sveitarfélaginu starfa um 120 manns.
Leikskólastjóri
Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Ásgarð. Ráðið er í stöðuna frá 1. febrúar 2025 eða eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Leikskólinn Ásgarður er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum eru um 60 börn á aldrinum eins til fimm ára og starfa um 18 starfsmenn hjá skólanum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerðum um málefni leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins.
- Að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
- Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
- Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
- Kennslureynsla á leikskólastigi.
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og áætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
- Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur6. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Hæfni
SkipulagStarfsmannahaldVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Deildarstjóri í teymisvinnu
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari - Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Sveitarfélagið Vogar
Leikskólakennari óskast í Krikaskóla
Krikaskóli
Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Leikskólinn Skerjagarður
Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Fífusalir
Í Salaskóla vantar sérfræðing í kennslu og þjálfun
Salaskóli
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Deildarstjóri - Hallgerðargötu
Ungbarnaleikskóli Hallgerðargötu
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær