Húnaþing vestra
Húnaþing vestra

Leikskólastjóri

Sveitarfélagið Húnaþing vestra óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Ásgarð. Ráðið er í stöðuna frá 1. febrúar 2025 eða eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.

Leikskólinn Ásgarður er þriggja deilda leikskóli. Í leikskólanum eru um 60 börn á aldrinum eins til fimm ára og starfa um 18 starfsmenn hjá skólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerðum um málefni leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins.
  • Að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
  • Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
  • Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
  • Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
  • Kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Þekking á rekstri og áætlanagerð.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt12. nóvember 2024
Umsóknarfrestur6. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar