
Leikskólasérkennari / Þroskaþjálfi Brekkuborg
Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu við leikskólann Brekkuborg.
Brekkuborg er fjögurra deilda leikskóli í Hlíðarhúsum 1 í Grafarvogi. Við leggjum áherslu á lýðræði, sjálfstæði barna og umhverfismennt. Skólinn starfar í anda Reggio Emilia þar sem sjálfstæði, sjálfræði og lýðræði er kjarninn í starfi skólans. Unnið er að því að skapa börnum hlýlegt umhverfi þar sem þau geta verið virk, skapandi og sjálfstæð. Lögð er áhersla á gott foreldrasamstarf og góður starfsandi einkennir starf Brekkuborgar.
Einkunnarorð skólans eru: Vinátta - Virðing - Lýðræði
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.











