Leikskólinn Grænaborg
Leikskólinn Grænaborg
Leikskólinn Grænaborg stendur efst á Skólavörðuholtinu, við Eiríksgötu 2, 101 Reykjavík. Hann var vígður á þessum stað Sumardaginn fyrsta 1983. Þar áður hafði Grænaborg staðið við Hringbraut frá því árið 1931. Það var Barnavinafélagið Sumargjöf sem rak leikskólann, en í dag er það Reykjavíkurborg - Skóla- og frístundasvið sem sér um reksturinn. Húsnæðið er þó í eigu Barnavinafélagsins Sumargjafar, en Reykjavíkurborg leigir það af félaginu undir rekstur leikskóla. Gert er ráð fyrir 84 börnum í leikskólanum á hverjum tíma, á fjórum leikskóladeildum, Dropadeild, Sólskinsdeild, Mánadeild og Stjörnudeild og er meginmarkmiðið að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins eins og kveðið er á í Aðalnámskrá Leikskóla.

Leikskólasérkennari

Leikskólinn Grænaborg leitar að leiksérskólakennari / þroskaþjálfa / stuðningsfulltrúa til starfa. Grænuborg sem er fjögurra deilda leikskóli staðsettur efst á Skólavörðuholtinu. Meginmarkmið Grænuborgar er að skapa börnum öruggt og barnvænt umhverfi þar sem leitast er við að efla alla þroskaþætti barnsins og unnið er eftir fjölgreindarkenningunni.

Heltu verkefni er að sinna atferlisþjálfun og verkefnum tengdum sérkennslu í skólanum.

Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Hæfniskröfur: leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Færni í samskiptu. Frumkvæði í starfi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta.

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Um hlutastarf er að ræða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Gerður Sif Hauksdóttir
411-4471

Helstu verkefni og ábyrgð
Sinna sérkennslu / stuðningi og vinna með sérkennsluteymi skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Sjálfstæð vinnubrög
Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
Sundkort
Menningarkort
Samgöngustyrkur
Auglýsing stofnuð22. mars 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Eiríksgata 2, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.