Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.
Leikskólakennari við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Leikskóli Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla óskar eftir leikskólakennara sem er reiðubúinn að ganga til liðs við lítinn samhentan hóp starfsfólks sem innir af hendi skemmtilegt og krefjandi starf með nemendum leikskólans. Við viljum búa börnum öruggt umhverfi þar sem þau fá svigrúm til að vaxa og þroskast. Í Breiðdals-og Stöðvarfjarðarskóla er góður starfsandi sem einkennist af jákvæðni og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra
- Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við aðra starfsmenn og deildarstjóra
- Hafa samskipti og samvinnu við foreldra í samstarfi við deildarstjóra
- Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu, starfsreynsla er æskileg.
- Samskipta og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Ábyrgð í starfi og stundvísi.
- Skipulagshæfileikar.
- Reiðubúin/n að takast á við nýjungar.
Auglýsing birt4. nóvember 2024
Umsóknarfrestur18. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (12)
Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Leikskólinn Skerjagarður
Vilt þú hafa áhrif og móta snillinga framtíðarinnar?
Fífusalir
Í Salaskóla vantar sérfræðing í kennslu og þjálfun
Salaskóli
Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Deildarstjóri - Hallgerðargötu
Ungbarnaleikskóli Hallgerðargötu
Leikskólakennari / leiðbeinandi
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
VISS á Selfossi óskar eftir leiðbeinanda
Sveitarfélagið Árborg
Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Teymisstjóri á skammtímadvöl Árlandi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Kennari í námsver í Gerðaskóla
Suðurnesjabær
Umsjónarkennari í Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli