Seltjarnarnesbær
Seltjarnarnesbær
Á Seltjarnarnesi búa um 4700 manns og leggur Seltjarnarnesbær áherslu á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari / þroskaþjálfi

Gildi Leikskóla Seltjarnarness eru jákvæðni, virðing og fagmennska. Þessi gildi hefur starfsmannahópurinn sameinast um að starfa eftir og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggur sérkennslu á viðkomandi deild í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra og leiðbeinir starfsfólki deildarinnar þannig að starfsfólkið taki þátt í kennslu barna sem þurfa sérkennslu.
Gerir skriflegar einstaklingsnámskrár fyrir hvert barn sem nýtur sérkennslu á deildinni í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
Sér um að einstaklingsnámskrám sé framfylgt og þær endurmetnar í samráði við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
Veitir börnum sem þurfa á sérkennslu að halda sérstaka aðstoð og kennslu.
Gætir þess að barn sem nýtur sérkennslu einangrist ekki heldur sé hluti af hópnum og eigi hlutdeild í leikskólastarfinu.
Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu á deildinni og situr fundi og viðtöl með þeim.
Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgi umsókn)
Reynsla af sambærilegu starfi kostur
Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
Góð tölvukunnátta
Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Fríðindi í starfi
Sundkort
Samgöngustyrkur
Bókasafnskort
Forgangur á leikskóla
Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur2. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.