Garðabær
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir. Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.
Garðabær

Leikskólakennari óskast á Holtakot

Heilsuleikskólinn Holtakot auglýsir eftir leikskólakennara í 80 - 100% starfshlutfall. Leikskólinn er fjögurra deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á hreyfingu, listsköpun og hollt matarræði. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar eftir "Uppeldi til ábyrgðar". Einkunnarorð skólans eru: Jákvæðni, virðing og öryggi. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf.

Stefna leikskólans í starfsmannahaldi er að í skólanum starfi uppeldismenntaðir starfsmenn af báðum kynjum. Heimasíða leikskólans http://www.holtakot.is/

Helstu verkefni og ábyrgð
Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennar
Tekur þátt í foreldrasamvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
Leyfisbréf til kennslu, önnur uppeldisfræðimenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi*
Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum er æskileg
Ánægja af því að starfa með börnum
Áhugi á heilsueflandi leikskólastarfi og hreyfingu
Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing stofnuð22. maí 2023
Umsóknarfrestur2. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.