

Leikskólakennari og eða leiðbeinandi
Við leitum að kennurum sem hafa áhuga og ánægju af því að vinna með börnum í lifandi og skemmtilegu umhverfi þar sem hver dagur er uppspretta að skemmtilegum og nýjum tækifærum.
Hefur þú velt því fyrir þér, hvað vinna með börnum í leikskóla getur verið ótrúlega skemmtileg og gefandi. Starfið býður upp á fjölbreytta möguleika, bæði inni og úti og þú getur haft áhrif á líf og þroskaframvindu barna.
Við leitum að sterkum fyrirmyndum sem eru tilbúnar að gefa sig í þetta starf með okkur og ef þú spilar á hljóðfæri þá er það eitthvað sem við sækjumst eftir í okkar starf.
Börnin í Garðaborg vantar kennara í 100% starf og ef okkur tekst ekki að ráða til okkar kennara með leyfisbréf, þá gæti komið til greina að ráða starfsmenn með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Við í leitum að kennurum sem hafa áhuga og ánægju af því að vinna með börnum í lifandi og skemmtilegu umhverfi þar sem hver dagur er uppspretta að skemmtilegum og nýjum tækifærum. Við leitum að skemmtilegum samstarfsfélaga sem langar að tilheyra góðum starfsmannahóp.
Garðaborg er 2ja deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á leikinn og félagsfærni og gefum við leiknum gott rými í dagskipulaginu. Garðaborg er tímabundið staðsett í Brákarsundi 1, 104 Reykjavík.
Einkunnarorð leikskólans eru lýðræði, vinátta og efniviður. Lögð er áhersla á að öllum börnum líði vel í leikskólanum.
Við erum tímabundið staðsett í Brákarsundi 1, 104 Reykjavík
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara eða önnur háskólamenntun æskileg.
- Mjög góð íslenskukunnátta skilyrði í bæði töluðu og rituðu máli
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum og rík þjónustulund
- Frumkvæði og metnaður í starfi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrög












