Leikskólinn Rofaborg
Leikskólinn Rofaborg er staðsettur í Árbæjarhverfi við rætur Elliðaárdalsins sem er ein af fegurstu náttúruperlum borgarinnar. Í Rofaborg dvelja 110 börn á 5 aldurskiptum deildum.
Leikskólakennari - Leikskólinn Rofaborg
Um starfið
Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Rofaborg í Árbæ. Rofaborg er rótgróinn, fimm deilda leikskóli í hjarta Árbæjar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni, vaxa í starfi og aðstoða litla fólkið sem hér dvelur við að þroskast og dafna. Rofaborg er líflegur starfsstaður þar sem lögð er áhersla á að nýta styrkleika hvers og eins svo að allir hafi tækifæri á að hafa áhrif á stafið. Útikennsla, hreyfing og sköpun er ríkur þáttur í starfi leikskólans hjá öllum börnum, sem og félagsfærniþjálfun, málörvun og læsi.
Einkunnarorð Rofaborgar eru leikur - gleði - vinátta.
Hægt er að sækja um fullt starf og hlutastarf eftir hádegi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna skv. starfslýsingu leikskólakennara.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs í samstarfi við deildarstjóra.
- Sinna daglegum verkefnum deildarinnar í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk.
- Samskipti og samvinna við foreldra í samstarfi við deildarstjóra.
- Sinna öðrum verkefnum sem deildarstjóri og leikskólastjóri felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun sem nýtist í starfi s.s. leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara, þroskaþjálfafræðimenntun, iðjuþjálfun, sérkennaramenntun eða önnur menntun tengd uppeldi, þroska og kennslu barna.
-
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
-
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
-
Hæfni og sveigjanleiki í samskiptum.
-
Ábyrgð og áreiðanleiki.
-
Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum er skilyrði.
Fríðindi í starfi
-
36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
-
Frítt í sund í allar sundlaugar í Reykjavík
-
Íþróttastyrkur kr. 16.000.- eftir 6 mánuði í starfi
-
Afsláttur af leikskólagjaldi fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
-
Samgöngusamningur kr. 7.500- ef notaður er vistvænn ferðamáti að mestu leyti
-
Frítt á söfn í Reykjavík og Borgarbókasafnið
-
Forgangur fyrir barn í leikskóla í Reykjavík
-
Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur22. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Skólabær 6, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Leikskóla- og frístundaliði - Leikskólinn Stekkjarás
Hafnarfjarðarbær
Kennarar - Leikskólinn Stekkjarás
Hafnarfjarðarbær
Tengiliður farsældar, verkefnastjóri móttöku, kennari
Austurbæjarskóli
Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara
Garðabær
Sérkennslustjóri
Leikskólinn Tjörn
Skóla- og frístundaliði í Skarðsel - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær
Sérkennsla - HOLT
Leikskólinn Holt
Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Leikskólakennari eða leiðbeinandi í leikskóla.
Barnaheimilið Ós
Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskóla
Urriðaholtsskóli