Leikskólinn Ösp
Leikskólinn Ösp

Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp

Viltu bætast í frábæran hóp okkar í leikskólanum Ösp?
Leikskólinn er lítill og heimilislegur og starfsemi skólans leggur mikla áherslu á auðugt málumhverfi, vellíðan og starfsaðferðir sem mæta þörfum fjölbreytileika barnahópsins, sem er með ríkan tungumála- og menningarbakgrunn.
Við leitum að starfsmanni í fullt starf í leikskólann Ösp, sem er staðsettur í hjarta Fellahverfisins og stutt í útivistarparadís Elliðaárdalsins. Mikil áhersla er á málþroska og læsi og er öflugt samstarf milli skólanna í hverfinu með það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum barnanna til að láta drauma sína rætast.
Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt, gefandi og getur þú haft áhrif á þau ævintýri sem skapast þar á hverjum degi!
Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnur með og tekur þátt í leik og starfi með börnunum á deildinni.
Sinnir þeim störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.
Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði, lágmark á stigi C1 skv. evr. tungumálarammanum
  • Reynsla af starfi í leikskóla.
  • Stundvísi og faglegur metnaður.
  • Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur13. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Iðufell 16, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar